Vélstjórar kjósa á netinu
Kosning um kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum, sem undirritaður var þann 18. febrúar 2017, er hafin.
Þátttakendur kjósa með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Þeir sem ekki eiga íslykil eða rafræn skilríki geta sótt um íslykil á island.is (www.island.is) og valið um hvort þeir fái lykilinn sendan í heimabankann sinn eða með pósti á lögheimili sitt. Þjóðskrá Íslands stendur straum af kostnaði við að senda Íslyklana bæði í heimabankann sem og með pósti á lögheimili.
Kjósandi getur kosið eins oft og hann vill en það er bara seinasta atkvæði hans sem gildir.
Kosningunni lýkur klukkan 12:00 á hádegi á morgun, föstudaginn 24. febrúar 2017.
Nánari upplýsingar um samninginn og aðgengi að kosningunni er HÉR