Grálúðu landað á Akureyri
Það var mikið líf og fjör á bryggjunni fyrir neðan ÚA í gær. Netabátarnir Kristrún RE 177 og Þórsnes SH 109 voru að landa grálúðuafurðum sem fengust i norðurkantinum fyrir skömmu. Þórsnesið kom inn fyrir páska og var aflinn um 120 tonn.

Pétur Karlsson og Marteinn Jóhannesson skipstjórar á Kristrúnu og Þórsnesi.
Skipstjóri á Þórsnesi er Marteinn Jóhannesson og í gær morgun kom Kristrún RE inn til löndunar með um 300 tonn af afurðum og er ein millilöndun inni í þessari tölu sem var 19. mars síðastliðinn. Var hún um eitthundrað tonn. Skipstjórinn Pétur K. Karlsson var mjög kátur að vera að komast i frí.
Að sögn skipstjórnarmanna þeirra er þokkalegasta veiði i kantinum. Nú hefur Anna EA 305 sem Samherji h.f. gerir út verið útbúin á net og hefur þegar lagt nokkrar trossur en ekki hefur frést af afla hjá henni. Mun hún vera á Dalvík að sækja fleiri net enda eru trossurnar látnar liggja í að minnsta kosti þrjá sólahringa hið minnsta.
Frá þessu er sagt á skipa- og bátasíðunni http://thorgeirbald.123.is/ og þar má sjá fleiri myndir.