Eru tækifæri við Breiðafjörð?
Málstofa í tilefni 10 ára afmælis Varar sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð verður haldin í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, 8. maí 2018 kl. 16.30. Yfirskrift erindisins er; Eru tækifæri í Breiðafirði?
Flutt verða eftirfarandi erindi: Hafrannsóknir í Breiðafirði; Flytjendur Jónína Herdís Ólafsdóttir og Jóhann Garðar Þorbjörnsson, líffræðingar hjá útibúi Hafrannsóknarstofnunar og Varar í Ólafsvík.
Rannsóknir og þróun til verðmætasköpunar. Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís
Mikilvægi þess að vanda sig við uppbyggingu á vörumerki og í markaðssetningu. Kristín Ýr Pétursdóttir, meðstofnandi og vörumerkjastjóri hjá Ankra/Feel Iceland
Ný hugsun – meiri verðmætasköpun. Tinna Hrund Birgisdóttir, markaðsstjóri Reykjavík foods.
Uppbygging nýs iðnaðar í nýju landi. Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalif Iceland.
Umræður verða í lok fundar og síðan verður boðið upp á veitingar.
Skráning á helga@sjavarrannsoknir.is