Veiðar á háfi bannaðar
Fiskistofa minnir á að gefnu tilefni að í gildi er bann við veiðum á háfi samkvæmt reglugerð nr. 456/2017 um bann við veiðum á háfi, hámeri og beinhákarli.
Þetta bann gildir jafnt um fiskiskip og um sjóstangveiðar frá fjöru. Nýlega var sýndur í Sjónvarpinu þáttur um stangveiðar, þar sem háfur var veiddur frá fjöru.