Hvalblendingur veiddur?

Deila:

Fiskistofa hafði fregnir af því í gærmorgun að hugsanlega hefði veiðst blendingur milli steypireyðar og langreyðar í veiðum Hvals hf. þann 7. júlí sl.

Samkvæmt sérfræðingi hafi umrætt dýr útlitseinkenni langreyðar og steypireyðar, sem bendir til að um blending geti verið að ræða. Vefjasýni voru tekin úr dýrinu, eins og öllu veiddum langreyðum. Hafrannsóknastofnun mun skera úr um það með erfðafræðiprófi hvort um blending er að ræða og mun niðurstaða um það liggja fyrir í haust.

 

Deila: