Rokkarinn fékk úthlutun
Fiskistofa hefur úthlutað viðbótaraflaheimildum í makríl vegna umsókna sem bárust í síðustu viku skv. reglugerð nr. 762/2018. Ein umsókn barst að þessu sinni og var hún samþykkt.
Úthlutunin að þessu sinni var 35.000 kg. Heildarúthlutun þessa árs er því 35.000 kg og því eru 1.965.000 kg eftir í pottinum sem verða til sölu í næstu viku.
Það var báturinn Rokkarinn GK 16 sem fékk úthlutun að þessu sinni.