Getur fóðrað 16 kvíar í einu
Nýtt og öflugt fóðurskip á vegum Fiskeldis Austfjarða kom til heimahafnar á Djúpavogi í síðustu viku. Hið nýja skip er afar glæsilegt og búið nýjustu tækni við fóðrun. Frá skipinu er fóðraður lax í fiskeldi fyrirtækisins í Berufirði. Þetta nýja skip er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið og vaxandi laxeldi á Djúpavogi.
Nýja fóðurskipið ber um 600 tonn af fóðri. Með hinu nýja skipi opnast sá möguleiki að fóðra í 16 kvíar í einu. Er þetta fyrsta skip sinnar tegundar sem er afhent þannig. Um borð í skipinu er mjög góð vinnuaðstaða fyrir áhöfn og aðra þá sem þar starfa.
Nýja fóðurskipið ber heitið Hvaley. Fyrir er á vegum Fiskeldis Austfjarða, fóðurskipið Úlfsey.