Auknar veiðiheimildir HB Granda
Samkvæmt úthlutun Fiskistofu fyrir nýhafið fiskveiðiár (2018/19) verða bolfiskaflaveiðiheimildir HB Granda samtals 44.902 tonn. Í tonnum talið er þetta aukning um tæplega 2.300 tonn á milli ára eða rúmlega 5%.
Úthlutun Fiskistofu fyrir fiskveiðiárið, sem hófst 1. september sl. og lýkur 31. ágúst nk., má sjá í meðfylgjandi töflu:
2018/19 | 2017/18 | Mismunur | ||
Botnfiskur | ||||
Þorskur | 12.737 | 12.405 | 332 | |
Ýsa | 3.109 | 2.187 | 922 | |
Ufsi | 11.705 | 8.915 | 2.790 | |
Gullkarfi | 10.250 | 11.872 | (1.622) | |
Djúpkarfi | 3.109 | 2.816 | 293 | |
Grálúða | 934 | 953 | (19) | |
Gulllax | 1.772 | 2.170 | (398) | |
Aðrar tegundir innan kvóta | 1.285 | 1.308 | (22) | |
44.902 | 42.626 | 2.276 | ||
Uppsjávarfiskur | ||||
Síld | 3.696 | 3.512 | 184 | |
Eins og sjá má á töflunni er aukning á milli ára í tegundum eins og þorski, ýsu, ufsa, djúpkarfa og íslenskri sumargotssíld en samdráttur er í öðrum tegundum.
„Vert er að vekja athygli á að úthlutun Fiskistofu tekur ekki til sameiginlega nytjastofna eins og loðnu, úthafskarfa, síldar úr norsk-íslenska síldarstofninum, kolmunna og makríls enda er þeim veiðiheimildum úthlutað innan almanaksársins að fengnum niðurstöðum rannsókna á stofnstærð viðkomandi stofna og umsögn Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hið sama á við um veiðiheimildir íslenskra skipa á þorski í Barentshafi,“ segir á heimasíðu Hb Granda.