Ægir Páll ráðinn framkvæmdastjóri HB Granda
Stjórn HB Granda samþykkti á fundi sínum í gær nýtt skipurit félagins. „Verður skipulag félagsins einfaldara en áður og styður það við aukna áherslu félagsins á kjarnastarfsemi sína. Nýtt starf framkvæmdastjóra verður til en það sér um botnfisk-, uppsjávar-, markaðs- og mannauðssvið félagsins. Fækkað verður í framkvæmdarstjórn félagsins og munu hana skipa forstjóri, fjármálastjóri og framkvæmdastjóri.
Ægir Páll Friðbertsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HB Granda. Hann er Cand. oecon frá HÍ og hefur lokið öllum námskeiðum í mastersnámi í fjármálum frá HÍ. Ægir Páll hefur í nærri tvo áratugi starfað sem stjórnandi eða ráðgjafi sjávarútvegsfyrirtækja en áður var hann lánasérfræðingur og viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka í níu ár. Undanfarin þrjú ár hefur hann gengt starfi framkvæmdastjóra Brims hf.,“ samkvæmt frétt frá HB Granda.