Fjordvík í „þéttingu“ í Keflavík
Norska flutningaskipið Fjordvik var dregið af strandstað síðdegis á föstudag og fært í Keflavíkurhöfn. Gekk að mjög vel og náðist skipið út á háflóði.
Næstu daga verður unnið að því að þétta skipið en botn þess er töluvert illa farinn. Þegar þéttingu verður lokið fer skipið í frekari viðgerðir, líklega í flotkvína í Hafnarfirði.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.