Breytingar hjá Evrópuútgerð Samherja

Deila:

DFFU, dótturfyrirtæki Samherja í Cuxhaven, sem veitir EU útgerð Samherja þjónustu, hefur gert eftirfarandi breytingar á starfsmannahaldinu.

Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðasviðs EU útgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem hefur, eins og fyrr er getið, ákveðið að láta af störfum 01.08.2019.

Pétur Þór Erlingsson

Pétur Þór Erlingsson hefur búið í nágrenni Cuxhaven frá árinu 2016 og verið aðstoðarmaður framkvæmdastjóra útgerðarsviðs EU útgerðar frá þeim tíma. Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðmundur Óli Hilmisson

Skrifstofunni í Cuxhaven berst liðstyrkur frá Akureyri, þar sem Guðmundur Óli Hilmisson hefur ákveðið að flytja til Cuxhaven með fjölskyldu sinni. Guðmundur hefur verið gæðastjóri hjá Samherja frá árinu 2015  en mun hefja störf sem framkvæmdastjóri útgerðasviðs EU útgerðar Samherja við hlið Péturs Þórs. Guðmundur Óli er sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri.

Elísabet Ýr Sveinsdóttir

Í september  á síðasta ári réð Elísabet Ýr Sveinsdóttir sig til EU útgerðar Samherja. Elísabet er Viðskipafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind ( MABI – Management accounting and business intelligence) frá Háskólanum í Reykjavík.

Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur og að þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur.

„Samherji býður þau Elísabetu, Guðmund Óla og Pétur velkomin til starfa og hlakkar til að takast á við krefjandi verkefni með þeim á næstu misserum,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja.

 

Deila: