Heilbirgt haf – allra hagur
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda ársfund samtakanna næstkomandi föstudag. Yfirskrift fundarins er „Heilbrigt haf – allra hagur“. Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu og stendur frá klukkan 13.00 til 15.00.
Fundinn árvarpa þeir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Þá verða hvatningarverðlaun sjávarútvegsins afhent og styrkveitingar úr Rannsóknasjóði síldarútvegsins kynntar.
Eftirfarandi erindi verða flutt:
Kolefnisspor sjávarútvegsins – hvernig má gera betur?
Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur hjá Environice.
Hafa umhverfismál áhrif á neytendur?
Ólafur Elíasson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup.
Tækifæri Íslands í breyttum heim.
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Samantekt:
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Fundarstjóri verður Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Icelandic Asía og formaður Félags kvenna í sjávarútvegi.