Sjómannadagsblað Grindavíkur komið út
Sjómannadagsblað Grindavíkur kemur nú út í þrítugasta sinn, en það kom fyrst út fyrir sjómannadaginn 1989. Í blaðinu er að finna bæði fróðleik, áhugaverð viðtöl og myndefni á 116 síðum. Í ritstjórnarpistli kemur fram að almennur velvilji, hjálpsemi og aðstoð Grindvíkinga séu forsenda þess að útgáfan hefur gengið vel.