Gróflega brotið á okkur á fjóra vegu
Gróflega brotið á okkur á fjóra vegu
Félögum stjórn Félags makrílveiðimanna finnst harkalega að sér vegið í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um stjórnun á makrílveiðum í framtíðinni. Þetta kemur skýrt fram í fréttatilkynningu frá stjórninni, sem birt var hér á föstudag https://audlindin.is/rifnir-hol-nyju-makrilfrumvarpi/
„Okkur í stjórn Félags makrílveiðimanna finnst gróflega brotið á okkar rétti á fjóra vegu.
1. Markmið frumvarpsins er að færa heimildir á milli flokka. Það er líklega ekki löglegt.
2. Að mismuna útgerðaflokkum á grundvelli veiðarfæra stenst heldur ekki skoðun né lög.
3. Að færa hluta okkar heimilda í félagslegan pott sem við eigum að leigja úr í samkeppni við aðila sem aldrei áður hafa komið að veiðum er sérstakt og þar að auki eigum við að greiða tvöfalt gjald á við stórútgerðina á Íslandi.
4. Að taka af okkur heimildirnar 15. september þegar veiði getur staðið hátt og hámarks verð fæst fyrir okkar afla er ótrúleg uppfinning við stjórn fiskveiða ofan á allt annað rugl sem í málið er komið.
Því sáum við okkur knúna til að senda frá okkur fréttatilkynningu (sem fylgir með sem viðhengi) til að varpa ljósi á hvernig er verið að fara með okkur,“ segir meðal annars í frekari áréttingu frá stjórninni. Henni fylgir einnig stutt myndaband sem sett hefur verið saman til að kasta ljósi á hvernig frumvarpið færir heimildir á milli flokka og minnisblað frá Landslögum um hvort lögmætt megi vera að mismuna útgerðum sem veitt hafa makríl á grundvelli veiðarfæra.
Makrílmenn Minnisblað til Félags Makrílveiðimanna kvittað