47.000 tonnum af kolmunna úthlutað á Jón Kjartansson SU 311

Mestar aflaheimildir í kolmunna á þessu ári eru skráðar á Jón Kjartansson SU 311, skip Eskju á Eskifirði. Úthlutun og sérstök úthlutun færa honum kvóta upp á 48.700 tonn. 2.000 tonn af þessum heimildum hafa verið flutta yfir á hin skip Eskju, Aðalstein Jónsson og Jón Kjartansson SU 111. Þau skip munu væntanlega sjá um að taka allar heimildir Eskju í kolmunna, þó þau fái enga beina úthlutun.
Aðalsteinn hefur þegar landað 420 tonnum og Jón Kjartansson SU 111 489 tonnum. Alls hafa átta skip landað kolmunna, sem tekinn var fuður af Færeyjum. Leyfilegur heildarkvóti íslenskra skipa af kolmunna er 192.33 tonn á þessu ári.
Um 15 skip fá úthlutað kolmunnakvóta í ár. Fyrir utan Jón Kjartansson SU 311 eru kvótahæstu skipin Beitir NK með 23.775 tonn, Börkur NK með 22.567 tonn, Venus NS með 20.614 tonn og Víkingur AK með 19.672.