„Fjölskipað“ í Grindavík

21
Deila:

Það var „fjölskipað“ í Grindavík í gær. Báðir nýju bátarnir frá Gjögri voru þar, en Veiðar eru hafnar á Verði og Áskell er sömuleiðis að verða klár á veiðar, eftir að búnaður hefur verið settur niður á vinnsludekki hans eins og Varðar. Þriðja nýsmíðin, línuskipið Páll Jónsson var einnig austar við Miðbakka og verið er að gera hann kláran á sjó.

Auk þessara skipa voru eldri línuskip frá Vísi og Þorbirni að landa afla í höfninni og smærri bátar eins Daðey og Sævík hafa verið að fiska vel. Engin loðna er á miðunum við Grindavík og því tekur fiskurinn línuna vel.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: