Ágæt veiði þrátt fyrir ótíð

Janúar hefur einkennst af ótíð og talsvert um frátafir frá veiðum sökum veðurs. Línubátarnir sem leggja upp hjá Loðnuvinnslunni fiskuðu þó ágætlega þegar gaf og endaði Hafrafell SU 65, með 188 tonn og Sandfell SU 75, með 158 tonn.