Löndunarleyfi ekki veitt á Írlandi

13
Deila:

Meginregla við fiskveiðar er sú að afla skal landað og hann veginn í íslenskri höfn. Heimilt er þó með leyfi Fiskistofu að landa afla í höfnum erlendis sé tryggt að eftirlit með vigtun aflans sé fullnægjandi að mati Fiskistofu.

Að gefnu tilefni vill Fiskistofa taka fram að ekki er sjálfgefið að Fiskistofa meti það svo að eftirlit með vigtun afla sé tryggt á hverjum stað frá ári til árs. Þess vegna er mikilvægt að fiskiskip sem hafa hug á að landa erlendis kanni fyrirfram hvort Fiskistofa telji eftirlit með vigtun fullnægjandi og geti veitt leyfi fyrir löndun í viðkomandi landi.

Evrópusambandið birti á heimasíðu sinni í lok júlí í fyrra fréttatilkynningu þar sem fram kemur að framkvæmdarstjórn ESB hafi greint alvarlega veikleika við vigtun á uppsjávarfiski á Írlandi. Í kjölfar þess og þar til að úrbætur hafa náð fram að ganga mun Fiskistofa ekki veita löndunarleyfi á Írlandi, nema að sérstakt eftirlit sé viðhaft með löndun.

 

Deila: