Fleiri hefja strandveiðar

42
Deila:

Bátar með virk strandveiðileyfi á fyrsta degi strandveiða, í gær, eru 331 talsins. Þeir eru 136 á A-svæði, 41 á B-svæði, 46 á C-svæði og 108 á D-svæði. Alls höfðu borist 390 umsóknir í morgun og ætla má að margir byrji strandveiðar á morgun. Í upphafi strandveiða 2019 voru 249 bátar og enduðu þeir í 620 í lok sumars. Í ár eru því 33% fleiri bátar að hefja strandveiðar en í fyrra.

 

Deila: