Allir á grálúðu

15
Deila:

Covid-19 faraldurinn hefur ýmis fleiri og meiri áhrif en venjulegu fólki dettur í hug. Það er ekki bara að við- fáum ekki að fara í sund, á líkamsræktarstöðina eða á pöbbinn. Veiran ræður því líka hvar frystitogararnir okkar fiska.

Veiran hefur lamað markaði fyrir hvítfisk í Evrópu, hvort sem um er að ræða frystan eða ferskan fisk. Markaðir fyrir afurðir frá Íslandi eru hins vegar greiðari í Austurlöndum fjær. Togararnir eru því ekki að veiða fisk í frystigeymslur hér heima, sem ekki er vitað hvenær selst og á hvaða verði þegar þar að kemur. Þeir liggja heldur ekki aðgerðarlausir, heldur sækja í þann fisk sem selst. Og það er grálúðan. Nú eru fjölmargir togarar staddir á grálúðu á Hampiðjutorginu til að halda sig yfir hungurmörkuðunum.

Á meðfylgjandi skjáskoti af Marine Traffic frá því í gærkvöldi eru sex togara á torginu, þeir Guðmundur í Nesi, Örfirisey, Vigri, Tómas Þorvaldsson, Hrafn Sveinbjarnarson og Höfrungur III. Tveir til viðbótar eru á leiðinni út, Blængur og Arnar.

Deila: