Ferðirnar frestast til vors

Vegna covid 19 hafa Hollvinir Húna II og fræðslusvið Akureyrarbæjar komist að samkomulagi um að fresta árlegum veiði og fræðsluferðum með nemendur sjötta bekkjar sem nefnast, Frá öngli í maga. Ferðirnar frestast og munu verða farnar á vordögum.
Ferðirnar hafa verið mjög vinsælar og fræðandi. Sjávarútvegsfræðingur hefur verið með í ferðunum með fræðsluefni, einnig fá nemendur með sér bækling um helstu fisktegundir við landið.
http://thorgeirbald.123.is/