Heimstímið í sumarblíðu

13
Deila:

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði í gær. Aflinn er um 79 tonn og uppistaða aflans er um 37 tonn af ufsa og 18 tonn af þorski.  Heimasíða Fisk Seafood hafði samband við Guðmund Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn:

„Við vorum rúma fjóra sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum vestur af Látrabjargi í tvo sólarhringa í haugasjó og kipptum við svo þegar fór að hægja á Grunnhala. Við lentum í fínni ufsaveiði í rúman sólarhring og enduðum svo síðustu nóttina norður af Agötu að reyna við steinbít í blíðu veðri. Heimstímið er í sumarblíðu og jökullinn skartar sínu fegursta,“ sagði Guðmundur og sendi okkur þessa mynd af jöklinum.

 

Deila: