Ísland með besta fiskréttinn

Evrópukeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi í síðustu viku. Alls kepptu 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.
Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin í Lyon í Frakklandi í júní 2021. Ísland fékk sérstaka viðurkenningu fyrir besta fiskréttinn.
Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.