Norðmönnum gengur vel að selja sjávarafurðir
Þrátt fyrir erfiðan mánuð vegna coronafaraldursins og mikillar ótíðar gengur útflutningur Norðmanna á sjávarafurðum vel. Í október var verðmæti útfluttra afurða 156 milljarðar íslenskra króna. Það er reyndar samdráttur upp um 5% miðað við sama mánuði í fyrra. Engu að síður var nýliðinn október þriðji söluhæsti mánuður sögunnar.
Það sem af er ári er verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Noregi rúmir 1,3 milljarðar íslenskra króna, sem er svipað og á metárinu í fyrra.
„Coronafaraldurinn plagar bæði Noreg og veröldina alla. Samt sem áður er verðmæti útfluttra sjávarafurða á svipuðu róli og í október í fyrra, sem var söguhæsti sölumánuður sögunnar. Verðmæti útflutts fiskimjöls, lýsis og fóður hefur vaxið mælt í verðmæti. Þá hefur verðmæti kóngakrabba, saltfisks og fryst þorsks aukist. Veik norsk króna leggur sitt að mörkum til þessa að útflutningurinn er að skila svipuðu verðmæti mælt í norskum krónum, segir eykur verðmætið, Tom-Jørgen Gangsø forstjóri Útflutningsráðs sjávarafurða í Noregi.