Unnið að innleiðingu breytinga

14
Deila:

Eimskip hefur undanfarnar vikur unnið að innleiðingu breytinga á gámasiglingakerfi sínu en markmið breytinganna er meðal annars að koma nýjum gámaskipum félagsins, Dettifossi og Brúarfossi, að fullu inn í siglingakerfið.

„Jól og áramót eru nú á næsta leiti og má vænta nokkurra frávika í siglingaáætlun okkar yfir hátíðirnar. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér siglingaáætlun hverrar viku fyrir sig og hafa samband við sína tengiliði hjá Eimskip ef einhverjar spurningar vakna,“ segir í tilkynningu frá Eimskipi.

Hér má finna siglingaáætlun Eimskips yfir hátíðirnar viku fyrir viku.

Nánar má svo lesa um breytingar á siglingakerfinu hér.

 

Deila: