Auglýst eftir tilboðum í humar og þorsk

Fiskistofa auglýsir nú eftir tilboðum í skipti á aflamarki í humri og þorski í rússneskri lögsögu í skiptum fyrir þorsk og ýsu innan íslensku lögsögunnar. Um er að ræða 2,3 tonn af humri og 227 tonn af þorski í Rússasjó.
Viðmiðunarverð í þorski er 271 króma á kíló og 263 krónur í ýsu. Tilboðsmarkaðurinn opnaði klukkan 10.00 í dag. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð.
Frestur til að skila tilboðum er til kl. 15:00 þriðjudaginn 16. mars 2021.