Geta fengið auknar aflaheimildir vegna skipakaupa

11
Deila:

Sjávarútvegsráðherra Færeyja hefur nú fengið heimild til þess úthluta aflaheimildum vegna skipakaupa. Þetta er breyting frá því sem gildandi lög um stjórnun fiskveiða kveða á um. Rússar hafa nú í nokkur ár úthlutað aflaheimildum til þeirra útgerðarfyrirtækja, sem eru að endurnýja skipakost sinn.

Samkvæmt heimildinni verður nú hægt að sækja um aflaheimildir vegna þriggja þátta. Þeir eru vegna tilraunaveiða og og -vinnslu og vegna skipakaupa og útgerðar.

Þá verður einnig heimilt að sækja um heimildir í kolmunna vegna tilraunaveiða og -vinnslu svo og vegna viðbótarheimilda vegna núverandi útgerðar.

Þar sem ekki hefur náðst samkomulag um heildarafla og skiptingu hans í kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld, liggur ekki fyrir hve mikið af heimildum eru í boði.

 

Deila: