Færeyingar fá minna fyrir fiskinn

16
Deila:

Umtalsverður samdráttur hefur orðið á útflutningi sjávarafurða frá Færeyjum á síðust tólf mánuðum. Á það bæði við um magn og verð. Samdrátturinn endurspeglar bæði verðlækkanir og minna magn.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Færeyja, hefur verðmæti útfluttra afurða úr laxeldi dregist saman um 13% í verðmæti en magnið er hins vegar það sama og á sambærilega tímabili þar á undan. Verðmæti útflutts þorsks hefur dregist saman um 33% en magnið um 34%. Í makríl er samdrátturinn í magni 15% en í verðmæti 28%.

 

Deila: