Helmingur humarkvótans veiddur
Humarvertíðin er nú að verða hálfnuð. Komin eru á land, tæp 25 tonn miðað við slitinn humar. Heildarkvótinn er rúmlega 53 tonn og því um 28 tonn óveidd. Aðeins átta bátar hafa landað humri á fiskveiðiárinu.
Aflahæstu bátarnir nú eru Þórir SF með 5,3 tonn og Skinney SF, 5 tonn. Bæði skipin eru gerð út af Skinney Þinganesi. Næstu tvö skip eru Jón á Hofi Ár með 4,6 tonn og Fróði ÁR með 3,3 tonn. Þeir eru gerðir út af Ramma í Þorlákshöfn. Jón á Hofi er hins vegar með mestar veiðiheimildir, um 10 tonn, sem er langleiðina í fjórðungur kvótans.