Hærra verð fyrir handfæraþorsk

15
Deila:

Samantekt LS á verði þorsks sem veiddur var á handfæri sýnir að verð í maí er 29% hærra en það var á sama tíma í fyrra.  Gegnum fiskmarkaði landsins fóru 1.927 tonn af óslægðum handfæraþorski á fyrstu 12 róðradögum strandveiða sem er 4% aukning milli ára.

Meðalverð í ár er 271 kr/kg, 61 króna hækkun. „Sannarlega góðar fregnir fyrir strandveiðisjómenn,“ segir á heimasíðu Landssambands smábáta eigenda.

 

Deila: