Gera sér glaðan dag

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti mun ekki fara fram sjómannadagshelgina 2021. Hins vegar munu Grindvíkingar gera sér glaðan dag í tilefni af Sjómannadeginum. Á laugardegi hittist yngsta kynslóðin í Hreystigarðinum við íþróttahúsið en á sjómannadeginum fer fram hátíðardagskrá í Grindavíkurkirkju og við minnisvarðann Vonina. Þá mun útvarpsstöðin K100 vera með beina útsendingu frá heitasta bænum á landinu föstudaginn 4. júní.
Á sunnudaginn klukkan 14.00 verður sjómannamessa í Grindavíkurkirkju og í kjölfarið verða sjómenn heiðraðir
Nánari dagskrá má sjá á slóðinni https://grindavik.is/v/24921