Tíu milljóna styrkur til Vestmannaeyja

22
Deila:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra hefur kynnt um 29 verkefni sem fá úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina.

Styrkirnir voru auglýstir í febrúar en alls bárust 236 umsóknir í Lóu. Í þessari fyrstu úthlutun fá verkefnin styrki sem nema rúmum 147 milljónum króna. Af þessum 29 verkefnum hlaut verkefnið „Vestmannaeyjar, vettvangur sjávarlíftækni á Íslandi“ 10 milljón króna styrk sem var hæsta styrkupphæðin sem veitt var að þessu sinni.

Verkefnið miðar að því að leggja grunn að þeirri framtíðarsýn að í Vestmannaeyjum séu höfuðstöðvar sjávarlíftæknivettvangs Íslands. Umsækjendur verkefnisins eru Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja, Langa og Vestmannaeyjabær. Verkefnastjóri verkefnisins er Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir. Samstarfsaðilar í verkefninu eru Dr. Ásta Dís Óladóttir og Dr. Margrét Þorsteinsdóttir frá Háskóla Íslands, Dr. Rannveig Björnsdóttir frjá Háskólanum á Akureyri, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Háskólanum á Hólum, Fóðurverksmiðjan Laxá, Háskólinn í Bergen í Noregi og Arctic Mass.

Deila: