Bylgja aflahæst í Grindavík í maí

Bylgja VE landaði mestum afla af þeim 59 skipum sem lönduðu í Grindavíkurhöfn í maí 2021. Alls var landað um 7.190 tonnum í 453 löndunum. Frá áramótum hefur alls verið landað um 30.000 tonnum í 1.485 löndunum sjá. Heildaraflaverðmæti frá áramótum 2021 til 31 maí er um 8,8 milljarðar íslenskra króna.
Bylgja sem nú fiskar fyrir Vísi hf. landaði alls 603 tonnum í níu löndunum. Togbáturinn Sturla kom næst með 507 tonn, sömuleiðis í níu löndunum. Togbátarnir Vörður og Áskell komu næstir með um 485 tonn hvor bátur. Jóhanna Gísladóttir, línubátur Vísis landaði 416 tonnum eftir fimm róðra.
Þar á eftir komu frystitogarar Þorbjarnar með ríflega 330 tonn í einni veiðiferð. Á eftir þeim komu svo stóru línubátarnir og þar á eftir stærri línubeitningavélabátarnir í krókakerfinu.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason