Maí var bara ágætur

15
Deila:

Síðastliðinn föstudag kom ísfisktogarinn Gullver NS til löndunar á Seyðisfirði. Aflinn var 103 tonn og uppistaða hans var þorskur og karfi. Skipið hélt aftur til veiða um hádegisbil á mánudag og þegar heimasíða ræddi við Rúnar L. Gunnarsson skipstjóra í morgun var það að veiðum í Hvalbakshallinu. Rúnar Síldarvinnslunnar  spurður um síðasta túr og hvernig maímánuður hefði gengið hjá þeim Gullversmönnum.

„Í síðasta túr vorum við að veiðum í Hvalbakshallinu og Lónsdýpinu og það gekk þokkalega. Maí var bara ágætur. Aflinn í mánuðinum var nokkuð góður og þá fékkst meðal annars dálítill ufsi sem telst til tíðinda á seinni tímum. Veður var líka að mestu gott í maímánuði,“ segir Rúnar.
Ljósmynd Ómar Bogason.

Deila: