Leggur til 13% niðurskurð í þorski

Hafrannsóknastofnun leggur til 13% minni þorskafla á næsta fiskveiðiári. Leggur hún til 222.373 heildarafla. Á þessu fiskveiði ári var leyfilegur heildarafli 256.593 tonn.
Skýringin er lækkandi stofnvístala þorskstofnsins og að slakir árgangar vega nú þyngri í veiðinni en áður. Jafnframt kemur fram að stærð hrygningarstofns og viðmiðunarstofns hefur ver ofmetin undanfarin ár og er það leiðrétt í ráðgjöfinni nú.