Rækju- og krabbasúpa

Nú fáum við okkur súpu. Við notum stóra hlýsjávarrækju og niðursoðið krabbakjöt. Þetta hráefni má nálgast í flestum búðum, til dæmis þeim austurlensku. Þetta er matarmikil og bragðgóð súpa og góð í veislur eða bara einfaldan kvöldverði.
1 msk. ólívuolía
2 msk. smjör
3 blaðlaukar sneiddir
4 hvítlauksgeirar, marðir
½ tsk. rauðar piparflögur
2 msk. tómatpúrra
4 bollar fiskisoð
2 bollar vatn
1 dós, um 400g af sneiddum tómötum
1 tsk. Old Bay seasoning eða mulin lárviðarlauf
1 msk. sykur
1 bolli af þurru sherrý
2 tsk. salt
1 tsk. nýmalaður svartur pipar
¼ bolli hveiti
1 bolli rjómi
500g hlýsjávarrækjur, skelflettar og garnhreinsaðar
2 dósir krabbakjöt um 400g
2 msk. söxuð steinselja
„Krabbatopping“
Safi úr hálfri sítrónu
2 msk. mæjónes
1 tsk. Dijon sinnep
1 tsk. venjulegt sinnep
1 msk. fersk steinselja, söxuð
1 dós krabbakjöt, um 200g
salt og pipar
Aðferðin:
Hitið olíu og smjör á pönnu að miðlungshita og setji blaðlaukinn, hvítlaukinn og rauðu piparflögurnar út á pönnuna og látið mýkjast. Færið síðan laukblönduna yfir í góðan pott. Bætið út í hann tómatpúrru, fiskisoði, vatni, tómötum, Old Bay kryddi og sykri og hrærið vel saman við miðlungshita.
Hrærið saman sherrý og hveiti saman í blandara og hrærið út í súpuna og látið hana malla undir loki á lágum hita í hálftíma. Bætið þá rækju, rjóma, krabbakjöti og steinselju út í. Haldið súpunni heitri.
„Krabbatopping“
Meðan súpan sýður blandið saman sítrónusafa, mæjónesi, sinnepinu og steinselju í skál og bætið síðan krabbakjötinu út í og haldið köldu þar til blandan er notuð.
Ausið súpunni í skálar og jafnið krabbablöndunni út á. Berið fram með ristuðu brauði eða hvítlauksbrauði.