Skilafrestur hlutdeildaflutninga er 1. ágúst

Fiskistofa vekur athygli útgerða á að mikilvægt að þeir sem hyggjast flytja hlutdeildir milli skipa þannig að úthlutum á aflamarki í upphafi nýs fiskveiðiárs komi á skipið sem hlutdeild var flutt til gæti þess að skila inn umsókn um flutninginn ásamt öllum fylgigögnum fullfrágegnum fyrir 1. ágúst nk.
Mikilvægt er að þeir sem eru tæpir á að uppfylla veiðiskyldu fiskveiðiársins geri sér grein fyrir að þeir þurfa að ákveða af eða á hvort hlutdeildir verði áfram á viðkomandi skipi í síðasta lagi 31. júlí og skila í síðasta lagi þann dag umsókn með öllum fylgigögnum fullfrágengnum.
Nauðsynlegt að skila hlutdeildaflutningum fyrir 1. ágúst
Skila ber umsóknum um flutning aflahlutdeilda ásamt fullnægjandi fylgigögnum fyrir 1. ágúst nk. ef taka á tillit til hlutdeildaflutnings við úthlutun aflamarks um næstu fiskveiðiáramót.
Að öðrum kosti verður ekki tekið tillit til flutningsins um fiskveiðiáramótin.
Vakin er athygli á því að ef umsókn um flutning aflahlutdeildar/krókaaflahlutdeildar hefur ekki borist Fiskistofu fyrir 1. ágúst 2020 ásamt fullnægjandi fylgigögnum hefur flutningurinn ekki áhrif á úthlutun aflamarks á fiskveiðiárinu 2021/2022, sbr. 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 726/2020 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021.
Umsóknir ásamt fullnægjandi fylgigögnum þurfa því að berast Fiskistofu í síðasta lagi 31. júlí 2020.
Fiskistofa mun ekki afgreiða umsóknir um flutning hlutdeilda þannig að áhrif hafi á úthlutun aflamarks/krókaaflamarks fiskveiðiárið 2020/2021 ef þær berast eftir 31. júlí 2020. Fullnægjandi fylgigögn þurfa einnig að berast fyrir þann tíma. Þannig verður ekki hægt að senda inn umsókn fyrir umræddan frest og senda síðan inn viðeigandi fylgigögn seinna.