Lítið af seiðum við Færeyjar

10
Deila:

Mjög lítið fannst af seiðum í leiðangri færeysku Hafrannsóknastofnunarinnar, sem farinn var  á færeyska landgrunninu í júní. Seiðin eru ennfremur fremur smá og undir meðallagi. Þetta er fjórða árið sem þessar kannanir eru gerðar.

Á töflunni má sjá lengd seiða af þorski, ýsu, trönusíli og spærlingi.

Mælingar á sjávargróðri sýndu lítið hefur verið um hann á landgrunninu það sem af er ári. Beint samhengi er á milli magns gróðurs og fjölda og stærð seiða. Því eru seiðin nú bæði fá og smá.
Staðan á Færeyjabanka er þó sú að fjöldi seiða þorsks og ýsu eru yfir meðallagi. Vísitala þorskseiða er sú hæsta frá árinu 2001 og vísitala ýsu er sú hæsta frá 2005. Seiðin er þó smærri en áður og undir lengd meðaltali.

Hér má sjá földa seiða þorsk, ýsu trönusílis og spærlings.

Seiðarannsóknir hafa verið gerðar á landgrunninu síðan 1983, til að afla vísbendinga um mögulega stærð síðari árganga helstu nytjategunda. Þá hefur lífið í hafinu almennt verið kannað til að fá betri heildarmynd að stöðunni.

Hér er staðan á landgrunninu.
Deila: