Mikil umsvif hjá Karstensens Skibsværft

Danska skipasmíðastöðin Karstensens Skibsværft á einum mánuði fengi fjórar pantanir um nýsmíði uppsjávarskipa. Pantanirnar eru frá útgerðum í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Sama skipasmíðastöð smíðaði Vilhelm Þorsteinsson EA og Börk NK, sem eru báðir nýkomnir á veiðar.
Stærsta skipið af þessum fjórum er Christina S. Hún verður 77 metrar að lengd og 15,60 að breidd. Áætlað er að skipið verði afhent nýjum eigenda á Skotlandi í júní 2023. Það mun þá leysa af hólmi eldra skip með sama nafni.
Skipin sem Norðmenn hafa pantað munu bera nöfnin Gollenes og Sille Marie. Fyrra skipi verður 65,9 metrar að lengd og 14 metra breitt og hið síðara 69,9 metra langt og 14,8 metra breitt. Skipin verða afhent nýjum eigendum í mars og júní 2023.
Svíar eru líka að byrja að endurnýja skipaflota sinn og er það útgerð skipsins Ginneton sem hefur undirskrifað samning um nýsmíði. Það skip verður 63,9 metra langt og 13,5 metra breitt og verður afhent nýjum eigendum í ágúst 2023.
Öll skipin eru hönnuð af Karstensens Skibsværft í samvinnu við kaupendur og hefur samstarf útgerða og skipasmíðastöðvarinnar verið mjög góð. Næg verkefni eru hjá skipasmíðastöðinni, sem nú er að smíða nýja Ruth, sem verður afhent til Færeyja í næsta mánuði, og nýjan Christian í Grótinum, sem verður afhentur færeyskum eigendum í janúar á næsta ári.
Samtals eru nú 13 skip í smíðum hjá Karstensens Skibsværft og fara þau til Færeyja, Hjaltlands, Skotlands, Noregs og Danmerkur.
