Uppgjör Marel væntanlegt
Marel hf. mun birta uppgjör annars ársfjórðungs 2021 eftir lokun markaða þann 21. júlí 2021. Fimmtudaginn 22. júlí 2021 kl. 8:30 að íslenskum tíma verður haldinn afkomufundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Fundurinn verður eingöngu rafrænn en þar munu Árni Oddur Þórðarson forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi.
Fundinum verður vefvarpað beint á www.marel.com/webcast og upptaka verður aðgengileg á www.marel.com/ir eftir fundinn.