Makrílinn hefur ekki gengið inn í Barentshafið

12
Deila:

Þó makrílinn sé farinn að ganga norðar en áður, eru engin merki um að hann sér farinn að ganga inn í Barentshafið. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum norsku rannsóknaskipanna Eros og Vendla. Aflinn í leiðangrinum nú var mun minni en í fyrra.

Skipin tóku 145 fyrirfram ákveðnar togstöðvar. Togað var í hálftíma á hverri þeirra í senn á um 5 hnúta hraða í yfirborði sjávarar og niður á 35 metra. Mest af makrílnum fannst sunnarlega í Noregshafi og smærri makríll í Norðursjó. Útbreiðsla á nyrðra leitarsvæði var í raun meiri en í fyrra, en aflinn þó tregur. Erfitt veðurfar kann að hafa haft þar nokkur áhrif.

Mælingar sýna að yfirborðshiti sjávar á norðan- og vestanverður leitarsvæðinu er lægri en í fyrra, eða 4,5 til 5,5 gráður. Engu að síður hafi makríll fengist vestar nú en í fyrra, til dæmis við Jan Mayen.

Á kortinu má sjá útbreiðslu makríls á leiðangurssvæði Norðmanna.
Deila: