Gott gengi Eimskips

10
Deila:

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% í 2,8 milljarða króna veltu og stóð í 3.335,5 stigum við lokun Kauphallarinnar í gær. Vísitalan náði nýjum hæðum í dag en hún hefur nú hækkað um 110% frá því í mars á síðasta ári. Frá þessu er greint á vb.is.

Mesta veltan var með hlutabréf smásölufyrirtækjanna Festi og Haga. Gengi Haga hækkaði um 2,2% og vann þar með upp lækkun gærdagsins. Festi, sem hafði lækkað um meira en 3% frá því á miðvikudaginn síðasta, hækkaði um 1,5% í dag.

Eimskip náði sínu hæsta hlutabréfagengi frá skráningu en gengi félagsins endaði daginn í 406 krónum á hlut. Hlutabréfaverð flutningafélagsins hefur nærri þrefaldast á einu ári en gengið hefur hækkað verulega frá því að greint var frá 1,5 milljarðs króna sekt þann 16. júní.

Veltan á First North markaðnum var einungis um 20 milljónir í dag. Gengi flugfélagið Play lækkaði um 2,2% og stendur nú í 21,9 krónum á hlut. Hlutabréfaverð Kaldalóns lækkaði einnig um 1% en fasteignafélagið náði sínum hæstu hæðum í gær. 

Deila: