Líður að lokum strandveiða

Nú fer að líða að lokum strandveiða. Eftir miðvikudaginn 11. ágúst 2021, höfðu verið veidd 10.151 tonn af slægðum þorski sem er 90,87% leyfilegum 11.171 tonn þorskafla á þessari strandveiðitíð. Miðað við 250-300 tonna veiði á dag þá má búast við strandveiði muni ljúka um miðja þessa viku.
Álagningar hafa verið sendir út vegna umframafla strandveiðibáta í júní 2021 og voru sendir út 382 reikningar. Einnig voru send út andmælabréf vegna júlí en þá er kjörið fyrir útgerðir að staðfesta að allar landanir hafi verið rétt skráðar.