Minni þorskafli í júlí

9
Deila:

Landaður afli í júlí 2021 var rúm 87 þúsund tonn sem er 2% minni afli en í júlí 2020. Botnfiskafli var tæp 29 þúsund tonn, 9% minni en árið 2020. Af botnfisktegundum var þorskur um 18 þúsund tonn sem er 9% minni afli en í júlí 2020. Uppsjávarafli var 55,6 þúsund tonn í júlí og stóð í stað milli ára. Mest var veitt af makríl eða tæp 48 þúsund tonn..

Á 12 mánaða tímabilinu ágúst 2020 til júlí 2021 var heildaraflinn 1.074 þúsund tonn sem er 8% meiri afli en á sama tímabili árið áður. Á tímabilinu veiddust 277 þúsund tonn af botnfisktegundum og 562 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Afli í júlí 2021 metinn á föstu verðlagi lækkar um 3,4% frá júlí í fyrra. Magnvísitala hefur einnig verið leiðrétt fyrir fyrri mánuði ársins.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Fiskafli
 JúlíÁgúst-júlí
20202021%2019-20202020-2021%
Fiskafli á föstu verði
Vísitala80,677,8-3,4
Fiskafli í tonnum
Heildarafli89.61187.408-2993.5721.073.7618
Botnfiskafli31.38128.653-9458.250480.1375
Þorskur20.05017.757-11274.889277.4481
Ýsa3.1853.018-548.62759.06421
Ufsi3.4803.202-854.06057.5156
Karfi3.3193.146-551.28752.0221
Annar botnfiskafli1.3481.5291329.38834.08816
Flatfiskafli2.2332.5681521.92224.91314
Uppsjávarafli55.60455.6160506.270562.41211
Síld14.8007.782-47146.738125.955-14
Loðna00070.726
Kolmunni1111219226.057210.325-7
Makríll40.69347.71317133.474155.39916
Annar uppsjávarfiskur0124127366
Skel- og krabbadýraafli392571467.1286.283-12
Annar afli00216660
Deila: