Karfakvótinn kláraður

Karfakvótinn er uppveiddur í lok fiskveiðiársins. Á land eru komin 38.152 tonn, en kvótinn er 38.270 tonn. Því eru aðeins óveidd 119 tonn. 14 togarar hafa veitt þúsund tonn eða meira á fiskveiðiárinu samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.
Aflahæsta skipið er Höfrungur III RE með 1.870 tonn. Næst kemur Helga María RE með 1.810 tonn. Næstu skip eru Breki VE með 1.773 tonn, Vigri RE 1.767, Viðey RE með 1.686 tonn, Arnar HU með 1.648 tonn, Akurey RE með 1.547 tonn, Hrafn Sveinbjarnarson GK með 1.498, Blængur NK 1.436 tonn, Örfirisey RE með 1.265 tonn, Tómas Þorvaldsson GK með 1.256, Júlíus Geirmundsson ÍS með 1.145 tonn, Þórunn Sveinsdóttir VE með 1.126 tonn og Guðmundur í Nesi með 1.002 tonn.