Kanadísku sjávarútvegssýningunni frestað

Ákveðið hefur verið að fresta Kanadísku sjávarútvegssýningunni, the Canadian Seafood Show, um ár og verður hún haldin 7. og 8. September 2022 í Quebec. Í frétt frá stjórnendum sýningarinnar segir að vegna fjölgandi kórónasmita í borginni hafi í samráði við heilbrigðisyfirvöld verið ákveðið að fresta sýningunni.