Úthlutun viðbótaraflaheimilda í makríl

11
Deila:

Í samræmi við reglugerð um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótaraflaheimildum í makríl hefur Fiskistofa afgreitt umsóknir A flokksskipa úr pottinum. Til skipta voru 4.000 tonn og sóttu 20 skip um.  Í samræmi við 4. mgr. 5. gr. fá því 20 skip jafnt úr pottinum eða 200 tonn hvert. Verðið er 634.000 kr. á hvert skip.

Deila: