Vilhelm með mest af makríl

14
Deila:

Makrílvertíð ársins er nú að ljúka. Um 30.000 tonn eru enn óveidd af leyfilegum heildarafla, sem um 161.000 tonn. Aflinn er alls um 129.000 tonn. Nú voru um 22.000 tonn flutt frá síðasta ári yfir á þetta ár og ljóst að mikið verður einnig flutt af þessu ári yfir á það næsta. Eitthvað kann af veiðast af makríl með síld nú í haust.

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu hafa 20 skip landað makríl í ár. Aflahæsta skipið er Vilhelm Þorsteinsson EA með 9.148 tonn. Börkur NK hefur landað 8.876 tonnum, Jón Kjartansson er með 8.146 tonn og Víkingur AK með 8.134 tonn. Venus NS er með 7.532 tonn, Beitir NK með 7.069 tonn, Aðalsteinn Jónsson SU er með 6.936 tonn, Huginn VE er með 6.681 tonn, Hoffell SU er með 6.620 tonn, Sigurður VE er með 6.129 tonn, Kap VE er með 5.834 tonn, Heimaey VE er með 5.789, Bjarni Ólafsson AK er með 5.593 tonn, Börkur II NK er með 5.430 tonn, Ásgrímur Halldórsson SF er með 5.406 tonn, Guðrún Þorkelsdóttir er með 5.215 tonn, Álsey VE er með 4.521 tonn, Jóna Eðvalds SF er með 4.485 tonn, Hákon EA er með 4.310 tonn og Svanur RE er með 896 tonn.

Deila: