Viðbótarkvóta í kolmunna úthlutað í Færeyjum

14
Deila:

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja hefur gefið út viðbótarkvóta í kolmunna til fjögurra skipa. Um er að ræða 12.640 tonn af leyfilegum heildarafla þessa árs og 1.178 tonn af yfirfærðum heimildum frá síðasta ári.

Viðbótarkvótum í makríl og norsk-íslenskri síld var á síðasta ári úthlutað til fimm ára. Þess vegna er einungis kolmunna úthlutað nú. Sjö umsóknir bárust um þessar viðbótar heimildir og uppfylltu útgerðir fjögurra skipa sett skilyrði fyrir úthlutun.

Skipin eru Arctic Voyager, Hoyvík,  Jupiter og Katrin Jóhanna. Hvert skip fær í sinn hlut 3.160 tonn vegna þessa árs og 294,5 tonn frá Síðasta ári. Heimildirnar eru til reiðu á þessu ári.

Deila: