Sjávarútvegsdagurinn á döfinni

19
Deila:

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn þriðjudaginn 19. október í Silfurbergi, Hörpu og í beinu streymi á netinu.

Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10:00. Léttur morgunverður frá klukkan 8:00.

Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins í ár er: Vel í stakk búinn og vísar til þess að sjávarútvegur og fiskeldi komust nokkuð klakklaust í gegnum erfitt ár í fyrra og eru þess albúin að takast á við framtíðina.

Skráning fer fram á deloitte.is

Dagskrá:

  • Setning og fundarstjórn

  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir

  • framkvæmdastjóri SFS
  • „Hin heimskulega og skammsýna rányrkjustefna verður að víkja.“ Fimmtíu ára sjónarmið í fullu gildi.

  • Guðni Th. Jóhannesson

  • forseti Íslands
  • Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldis árið 2020

  • Jónas Gestur Jónasson

  • löggildur endurskoðandi hjá Deloitte
  • Samspil sjávarútvegs og loftslagsmála

  • Hildur Hauksdóttir

sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS

Deila: